- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður áskorun að mæta Ungverjum

Hörkuleikir við Ungverja bíða íslenska landsliðsins í umspili fyrir HM í apríl. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Leikirnir við Ungverja verða mikil áskorun fyrir okkur. Við vissum fyrir að framundan væri hörkuleikir í HM-umspilinu. Okkar verkefni verður að búa okkur eins vel undir leikina og hægt er, halda áfram að taka framförum og sýna góða leiki. Þá er allt hægt,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is fyrir stundu eftir að dregið var í umspilsleikina fyrir heimsmeistaramót kvenna á næsta ári.


Íslenska landsliðið dróst gegn Ungverjalandi og verður fyrri leikurinn hér á landi 7. eða 8. apríl en sá síðari ytra 11. og 12. sama mánaðar. Samanlagður sigurvegari öðlast þátttökurétt á HM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í desember á næsta ári.

Með frábært lið

„Það var alveg ljóst áður en dregið var að leiðin inn a HM væri erfið. Þjóðirnar tíu sem við gátum mætt eru allar sterkar þótt vissulega hafi verið í hópnum tvær þjóðir sem við horfðum til og vissum að við höfum verið að nálgast á síðustu misserum. Aðeins lengra er í hinar átta og við fengum eina af þeim. Ungverjar eru með frábært lið og hafa sýnt það á EM meðal annars með því að leggja Slóvena og vera í hörkuleikjum við Svía og Dani, svo dæmi sé tekið“ sagði Arnar.

Sunna Jónsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir, tvær af leikreyndari landsliðsmönnum Íslands um þessar mundir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Búum til góða viðburð

„Fyrri leikurinn verður á heimavelli svo það gefst gott tækifæri til þess að búa til flottan viðburð með fullri keppnishöll hvar sem leikið verður. Búum til góða stemningu og tökum vel á móti Ungverjum. Við hlökkum til,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í samtali við handbolta.is.

Landslið eftirtalinna þjóða mætast í umspilinu:
Tyrkland - Serbía.
Rúmenía - Portúgal.
Ísland - Ungverjaland.
Pólland - Kosovó.
Ítalía - Slóvenía.
Þýskaland - Grikkland.
Sviss - Tékkland.
Austurríki - Spánn.
Norður Makedónía - Úkraína.
Slóvakía - Króatía.

- Fyrri umferðin fer fram föstudaginn (langa) 7. og laugardaginn 8. apríl á næsta ári og sú síðari þriðjudaginn 11. og miðvikudaginn 12. apríl.
- Liðin sem talin eru upp á undan eiga heimaleik í fyrri umferð.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -