- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður EM-farseðillinn innsiglaður í Vilnius? – myndasyrpa

Undirbúningur fyrir EM heldur áfram. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Litáen í næst síðustu umferð fjórða undanriðils Evrópumótsins í Avia Solutions Group Arena í Vilnius í Litáen í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16 og verður hægt að fylgjast með viðureignini í beinni útsendingu RÚV.


Íslenska landsliðið kom til Vilnius fyrri hluta dags í gær eftir hafa farið með leiguflugvél frá Tel Aviv hvar liðið lék og vann ísraelska landsliðið með tíu marka mun, 30:20, á þriðjudagskvöld.


Íslenska landsliðið æfði í keppnishöllinni síðdegis í gær og var það fyrsta æfingin í þessari leikjatörn þar sem allur landsliðshópurinn var saman kominn. Aðeins hluti hópsins gat æft saman einu sinni í Tel Aviv.


Landsliðið vantar eitt stig til viðbótar til þess að vera gulltryggt um sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu frá 13. til 31. janúar á næsta ári.


Ísland hefur tekið þátt í síðustu ellefu Evrópumótum, frá árinu 2000.
Landslið Íslands og Litáen hafa mæst tíu sinnum frá 1991. Ísland hefur unnið sjö leiki, Litáar einn og tvisvar hefur orðið jafntefli. Annað jafnteflið, 27:27, varð niðurstaðan úr viðureign þjóðanna 8. júní í fyrri umspilsleik fyrir HM 2019.


Ísland vann stórsigur, 36:20, í fyrri leiknum í undankeppni EM sem fram fór í Laugardalshöll 4. nóvember sl.


Staðan í riðlinum: Ísland 6(4), Portúgal 6(4), Litáen 2(4), Ísrael 2(4).

Myndir frá æfingu íslenska landsliðsins í Avia Solutions Group Arena í Vilnius í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -