- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður geggjað að leika fyrir fullu húsi

FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Aron Pálmarsson verða í eldlínunni með landsliðinu í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

„Við ætlum ekki að breyta miklu í síðari leiknum. Okkar markmið verður áfram að halda uppi hraða, leika góðan handbolta og halda áfram að bæta okkar frammistöðu,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik spurður út í síðari viðureignina við Austurríki í undankeppni heimsmeistaramótsins.


Leikurinn fer fram á Ásvöllum í dag og hefst klukkan 16. Ísland er með fjögurra marka forskot eftir sigur, 34:30, í fyrri viðureigninni í Bregenz á miðvikudagskvöld. Eins áður hefur komið fram er uppselt á leikinn.


„Það verður geggjað að leika á heimavelli fyrir framan fullt hús af áhorfendum og finna fyrir gæsahúðinni fyrir leik þegar stemningin verður allsráðandi. Við lofum því að mæta hundrað og tíu prósent í leikinn. Það verður ekkert gefið eftir, það er alveg víst. Okkur langar á HM á næsta ári,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir æfingu landsliðsins á Ásvöllum síðdegis í gær.


Viðureign Íslands og Austurríkis hefst klukkan 16 í dag og verður í beinni útsendingu RÚV. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -