- Auglýsing -
Línumaðurinn Jón Bjarni Ólafsson hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild FH. Samningurinn gildir til ársins 2025 en þá stendur Jón Bjarni á þrítugasta aldursári.
Síðastliðin ár hefur hlutverk Jón Bjarna vaxið jafnt og þétt innan FH-liðsins og er hann í dag orðinn einn af lykilleikmönnum liðsins, jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur skorað 25 mörk í Olísdeildinni á leiktíðinni fyrir FH-liðið sem er í efsta sæti Olísdeildar.
„Jón Bjarni frábært dæmi um leikmann sem leggur gríðarlega mikið á sig til að ná árangri og leggur sig alltaf 100% fram jafnt á æfingum sem keppni. Hann hefur leikið sérstaklega vel í hjarta FH varnarinnar í vetur og verður virkilega gaman að fylgjast með honum næstu árin í FH treyjunni,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH.
- Auglýsing -