- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við erum frjálsir hér í Fjölni

- Auglýsing -

„Ég er fullur tilhlökkunar fyrir tímabilinu sem framundan er og því að takast á við verðugt verkefni á heimaslóðum,“ segir Gunnar Steinn Jónsson fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik um það verkefni sitt að taka við þjálfun karlaliðs Fjölnis, nýliða Olísdeildar. Gunnar Steinn lék með Fjölni í yngri flokkum en söðlaði um þegar upp í meistaraflokk var komið.

„Það er gott að geta borgað aðeins til baka til félagsins,” segir Gunnar Steinn ennfremur en hann tók við þjálfun Fjölnisliðsins í vor eftir að Sverrir Eyjólfsson sagði starfi sínu lausu.

Gunnar Steinn og Fjölnismenn eiga strembið verkefni fyrir höndum. Sagan sýnir að nýliðar eiga oft erfitt með að fóta sig í Olísdeildinni og m.a. hefur karlalið Fjölnis í gegnum tíðina fengið að kynnast því.

„Við erum frjálsir hér í Fjölni. Væntingar eru ekki miklar til liðsins sem er að mestu byggt upp á heimamönnum auk nokkurra aðkomumanna. Mér finnst um leið felast í þessu öllu saman ákveðið frelsi að vera ekki með mikla pressu á sér.“

„Við erum eina Fjölnisliðið sem er í efstu deild um þessar mundir. Ekki síst þess vegna vonum við að Grafarvogsbúar fjölmenni á heimaleikina og standi við bakið á okkur,“ segir Gunnar Steinn Jónsson.

Fyrsti leikur Fjölnis í Olísdeildinni verður gegn ÍR í Fjölnishöllinni á föstudaginn klukkan 19.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Gunnar Stein efst í þessari frétt.

Komnir: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, Haraldur Björn Hjörleifsson, Róbert Dagur Davíðsson (að láni frá FH), Þorleifur Rafn Aðalsteinsson.
Farinn: Ólafur Atli Malmquist Hulduson.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Fleiri viðtöl við þjálfara Olísdeildar karla:

Vissi vel að það væri áskorun falin í þessu starfi

Ungir og ferskir strákar sem eru tilbúnir að djöflast

Höfum mikinn áhuga á því að horfa ofar á töfluna í vetur

Erum með sama kjarna og í fyrra – skemmtilegur tími framundan

Ætlum okkur klárlega að gera betur en í fyrra

Erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á

Það er engan bilbug á okkur að finna

Kíktu bara á vegginn, þetta er allt mjög skýrt hér

Fáum alvöru generalprufu fyrir Evrópuleikinn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -