- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Við getum látið okkar hlakka til EM“

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn leika í Austurríki á EM undir árslok. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við getum látið okkur hlakka til. Við eigum von á hörkuleikjum gegn mjög góðum þjóðum,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir að dregið var í riðla lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Vínarborg í dag.

Höfuðborg í Tíról

Íslands leikur í F-riðli sem fram fer í Innsbruck, höfuðborg sambandslandsins Tírol, ásamt landsliðum Hollands, Þýskalands og Úkraínu.

Einnig fara leikir E-riðils fram í borginni en í E-riðli eru Evrópumeistarar Noregs, Slóvenía, Slóvakía auk landsliðs Austurríkis.

Leika af ákefð

„Þetta er erfiður riðill fyrir okkur eins ef til vill var ljóst fyrirfram. Holland og Þýskaland eru mjög öflugar þjóðir sem verður gaman að fást við. Þessi lið leika hraðan handbolta og af mikilli ákefð. Það verður gaman að reyna sig við þær og sjá hvar við stöndum,“ sagði Arnar ennfremur og bætti við.


„Úr fjórða flokki fengum við landslið Úkraínu sem einnig er með gott lið. Allt eru þetta öflugir andstæðingar,“ sagði Arnar sem sér fram á að stuðingsmenn íslenska landsliðsins muni fjölmenna til Innsbruck í desember og bruni þar um skíðabrekkurnar, ellegar á gönguskíðum, á milli leikja íslenska landsliðsins.

Er nokkuð yndislegra?

„Við hljótum að geta sameinað handbolta og skíðaferð í desember. Það er varla hægt að hugsa sér eitthvað betra rétt fyrir jólin en handbolta og skíði í Ölpunum í einni ferð,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna.

Innsbruck er fimmta fjölmennasta borg Austurríkis. Íbúar eru nærri 130 þúsund. Borgin er mikill skíðabær og hélt Vetrarólympíuleikana 1976.
Innsbruck liggur við ána Inn í Ölpunum og liggur í Inndalnum. Fjöll einskorða borgina á tvenna vegu. Að norðan eru það Karwendelfjöllin sem ná inn til Þýskalands.
Nokkur góð skíðasvæði eru í kringum Innsbruck.
Næstu stærri borgir eru Bolzano á Ítalíu til suðurs (115 km), München í Þýskalandi til norðurs (145 km) og Salzburg til norðausturs (170 km). Svissnesku landamærin eru 160 km til vesturs. (afritað af Wikipedia).

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -