- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Við keyrðum hreinlega yfir þær“

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

„Þetta var góður sigur þar sem við keyrðum hreinlega yfir þær. Þær voru alveg búnar á því eftir tuttugu mínútur í fyrri hálfleik en við héldum bara áfram,“ sagði handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir stórsigur liðs hennar, Zwickau, á Wuppertal, 33:17, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Staðan var 18:11 að loknum fyrri hálfleik.


Díana Dögg skoraði fjögur mörk í fimm skotum og átti tvær stoðsendingar. Hún var sátt við eigi frammistöðu í sókninni en hefði viljað gera betur í vörninni. „Ég fékk að hvíla mikið í síðari hálfleik þegar munurinn var orðinn mikill og stelpur sem hafa fengið minna að spila hjá okkur fengu þá gott tækifæri,“ sagði Díana Dögg.


Zwickau er í öðru sæti deildarinnar með 27 stig að loknum 16 leikjum. Füchse Berlin er efst með 29 stig en hefur leikið einum leik fleira en Zwickau. Herrenberg er í þriðja sæti með 26 stig að loknum 16 leikjum. Herrenberg tapaði stigi í gær, gerði jafntefli við Werder Bremen sem verður andstæðingur Díönu Daggar og samherja um næstu helgi. Füchse Berlin, Zwickau og Herrenberg er þrjú lang efst í deildinni og berjast um tvö efstu sætin sem veita keppnisrétt í 1. deild á næstu leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -