- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Við stóðumst álagið“

Bikarmeistarar Vals mæta ÍBV í Eyjum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við erum mjög ánægðir enda var þetta erfiður leikur og þeim mun kærkomnari sigur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals yfirvegaður þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir sigurinn á Benidorm, 32:29, í Palau d´Esports lÍlla de Benidorm, í annarri umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld.

Gerðu út á fiska ruðning

„Það var mjög erfitt að eiga við þá. Vörnin var framarlega og þeir voru mjög grimmir og gerðu út á að fiska ruðning. Það gekk á ýmsu en svona leika þeir, ekki síst leikmaður númer 24. Við stóðumst álagið,“ sagði Snorri Steinn sem var búinn undir að leikmenn Benidorm léku með sjö menn í sókn og allt að þrjá línumenn í sókninni nær alla tímann. Þrátt fyrir talsverðan fórnarkostnað þá tókst Valsmönnum að verjast afar vel og halda til dæmis frumkvæðinu allan síðari hálfleik. Undir lokin var mjög dregið af mönnum en þá skipti Benidormliðið yfir í sex manna sóknarleik á síðustu mínútunum.

Evrópudeildin – úrslit 2. umferðar – staðan

Orðnir lúnir í lokin

„Eftir á að hyggja var kannski gott að þeir léku með sjö menn í sókn nær allan leikinn. Við vorum orðnir lúnir í lokin og þeir orðnir erfiðari viðureignar með sex manna sóknarleik til lengri tíma,“ sagði Snorri Steinn sem lauk lofsorði á alla sína leikmenn fyrir að hafa haldið út.


„Það var þungi á okkur á köflum sem menn svöruðu vel.“

Gert það gott til þessa

„Heilt yfir þá er það geggjað fyrir okkur að vera komnir í þessa stöðu, tveir sigurleikir í upphafi og eiga síðan Flensburg í næstu umferð eftir þrjár vikur. Við höfum gert það gott til þessa og staðið í lappirnar gegn FTC og Benidorm. Flensburg og PAUC eru í öðrum klassa.


Um leið og við megum aðeins setjast niður og slappa af þá má ekki gleyma því að tveir sigrar í þessari keppni færir ekki titil. Það verður kúnst að flakka á milli Evrópukeppninnar og Olísdeildarinnar. Nú taka við nokkrir leikir í deildinni sem verður spennandi að fást við áður en kemur að næstu törn í Evrópukeppninni,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -