Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins HC Erlangen, fór af leikvelli vegna meiðsla eftir um fimm mínútur í dag gegn Lemgo. Johannes Sellin staðfesti í samtali eftir leikinn að Viggó hafi fundið til eymsla í læri fyrir leikinn sem hafi einnig angrað hann þegar út í leikinn var komið. Ekki er talið að meiðslin séu alvarleg en ráðlegt þótti að hætta leik þá hæst hann stóð til þess að eiga ekki á hættu að gera illt verra.
HC Erlangen tapaði viðureigninni við Lemgo naumlega á heimavelli, 25:24, og er áfram um miðja deildina þegar nærri þriðjungur leikja er að baki í þýsku 1. deildinni.
Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk fyrir HC Erlangen í dag, eitt markanna skoraði hann úr vítakasti. Viggó skoraði eitt mark áður en hann fór af leikvelli. Viggó er algjör lykilmaður hjá HC Erlangen og er bæði markahæstur og sá sem gefið hefur flestar stoðsendingar af leikmönnum liðsins á keppnistímabilinu.
Hér fyrir neðan er valdir kaflar úr leik HC Erlangen og Lemgo.
Stöðuna í þýsku 1. deild karla og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.




