- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó skoraði þriðjung marka í sigurleik í Göppingen

Viggó Kristjánsson skoraði 10 mörk í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson lét heldur betur til sín taka í kvöld þegar Leipzig sótti Göppingen heim og vann, 30:27, í 30. umferð þýsku 1. deildarinnar. Seltirningurinn skoraði þriðjung marka Leipzig í leiknum, eða 10, þar af voru þrjú úr vítaköstum. Hann lét ekki þar við sitja heldur gaf tvær stoðsendingar í mikilvægum sigri. Leipzig komst stigi upp fyrir HSV Hamburg sem vann leik sinn í gærkvöld.

Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Leipzig. Rúnar faðir hans stýrði Leipzig-liðinu að vanda en hann þekkir einnig vel til í Göppingen eftir að hafa leikið með liði félagsins fyrir um aldarfjórðungi.

Josip Sarac var markahæstur hjá Göppingen með átta mörk.

Á hraðferð í 2. deild

Balingen-Weilstetten virðist á hraðferð niður í aðra deild á nýjan leik. Liðið tapaði í kvöld á heimavelli fyrir Eisenach með 13 marka mun, 34:21. Sigurinn getur reynst Eisenach dýrmætur í baráttunni um að halda sæti í deildinni.

Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson skoruðu ekki mark fyrir Balingen í kvöld.
Manuel Zehnder skoraði 11 mörk fyrir Eisenach og er aftur orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með 245 mörk, fjórum fleiri en Daninn Mathias Gidsel.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -