- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar deila toppsætinu á ný

Logi Snædal Jónsson og félagar í Víkingi unnum naumlega í kvöld. Mynd/Víkingur Finnbogi Sigur Marinósson
- Auglýsing -

Víkingur komst í kvöld á ný upp að hlið ungmennaliði Vals í Grill 66-deild karla í handknattleik eftir nauman sigur á ungmennaliði Fram, 24:23, í Framhúsinu. Framarar voru með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 12:9.


Víkingar bitu frá sér í síðari hálfleik og náðu að kreista fram sigurinn. Þeir hafa þar með 10 stig eins og ungmennalið Vals eftir sex umferðir. Fjölnir er skammt á eftir með níu stig eftir sigur á Vængjum Júpíters í kvöld eins og sagt er frá annarstaðar á handbolti.is.




Mörk Fram U.: Arnór Róbertsson 5, Róbert Árni Guðmundsson 4, Marteinn Sverrir Ingibjargarson 3, Tómas Bragi Gunnarsson 3, Aron Örn Heimisson 3, Aron Dannar Sindrason 2, Hrannar Máni Eyjólfsson 1, Stefán Orri Arnalds 1, Guðjón Andri Jónsson 1.
Mörk Víkings:r Jóhannes Berg Andrason 5, Aron Hugi Ingason 5, Hjalti Már Hjaltason 4, Arnar Gauti Grettisson 3, Guðjón Ágústsson 2, Styrmir Sigurðsson 2, Egidijus Mikalonis 2, Ólafur Guðni Eiríksson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -