- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar skoruðu þrjú síðustu mörkin og kræktu þar með í annað stigið

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari karlaliðs Víkings. Ljósmynd/Víkingur
- Auglýsing -


Víkingar skoruðu þrjú síðustu mörkin í Sethöllinni í kvöld og tryggðu sér jafntefli við Selfoss, 26:26, í viðureign liðanna í fyrsta og þriðja sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik. Selfoss hefur þar með þriggja stiga forskot á Þór sem er í öðru sæti. Þór á tvo leiki til góða, gegn Herði á morgun og síðar HBH í byrjun mars, áður en síðustu leikirnir fara fram.


Flest gekk Selfossliðinu í mót á síðustu mínútunum eftir að Elvar Elí Hallgrímsson kom liðinu yfir, 26:23, sjö mínútum fyrir leikslok. Ekkert gekk í sóknarleiknum auk þess sem varnarjaxlinn Sverrir Pálsson fékk beint rautt spjald þegar sex mínútur voru eftir af leiktímanum. Víkingar gengu á lagið og jöfnuðu metin. Jöfnunarmarkið skoraði Kristján Helgi Tómasson.

Selfoss var marki yfir, 12:11, að loknum fyrri hálfleik. Lengst af síðari hálfleiks var viðureignin hnífjöfn allt þar til Selfoss náði tveggja til þriggja marka forskoti og virtist ætla að hirða bæði stigin áður en allt fór í skrúfuna á síðustu mínútunum.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.


Mörk Selfoss: Guðjón Baldur Ómarsson 7, Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Sölvi Svavarsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Jason Dagur Þórisson 1, Hákon Garri Gestsson 1, Árni Ísleifsson 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 11, Alexander Hrafnkelsson 1.
Mörk Víkings: Kristján Helgi Tómasson 8, Halldór Ingi Jónasson 4, Halldór Ingi Óskarsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Sigurður Páll Matthíasson 2, Ásgeir Snær Vignisson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 7, Stefán Huldar Stefánsson 2.

Tölfræði HBritara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -