- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli áfram eftir háspennuleik

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og GOG í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og félagar hans í GOG komust í kvöld í undanúrslit í dönsku bikarkeppninni eftir sigur á Íslendingaliðinu Ribe-Esbjerg á útivelli í sannkölluðum háspennuleik þar sem úrslit réðust ekk fyrr en í framlengingu, 34:33.

Staðan var jöfn, 29:29, eftir venjulegan leiktíma en Ribe-Esbjerg hafði fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:13. GOG er ríkjandi bikarmeistari.

Viktor Gísli átti afar góðan leik í marki GOG en því miður þá liggur tölfræðin ekki fyrir. Hann varði m.a. úr opnu færi þegar 50 sekúndur voru til leiksloka frá Mathias Jørgensen. Þá var GOG tveimur mörkum yfir. Viktor Gísli varði einnig skot frá Rúnar Kárasyni þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af hefðbundnum leiktíma. Þá var Ribe-Esbjerg marki yfir, 28:27.

Daníel Þór Ingason var vísað af leikvelli í tvær mínútur þegar um þrjár og hálf mínúta var eftir af framlengingunni og staðan var jöfn, 32:32. Brottreksturinn reyndist Ribe-Esbjerg-liðinu dýr þegar upp var staðið.

Mörk Ribe-Esbjerg : Nicolai Pedersen 11, Mathias Jørgensen 8, Rúnar Kárason 4, Gunnar Steinn Jónsson 4, Jonas Larholm 2, Simon Birkefeldt 1, Kasper Kvist 1, Miha Zvizej 1, Daníel Þór Ingason 1.

Mörk GOG : Emil Jakobsen 10, Mathias Gidsel 8, Anders Zachariassen 7, Stig-Tore Nilsen 4, Simon Pytlick 2, Kasper Kildelund 2, Frederik Clausen 1

Elvar Örn Jónsson getur einnig komst í undanúrslit í kvöld en lið hans Skjern er að leika við Skanderborg á heimavelli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -