- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli aftur sterklega orðaður við Nantes

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska liðsins GOG. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG, er á ný sterklega orðaður við franska liðið HBC Nantes. Samkvæmt óstaðfestum fregnum Ouest France í morgun þá hefur Nantes samið við Viktor Gísla og króatíska landsliðsmarkvörðinn Ivan Pesic sem nú ver markið hjá Meshkov Brest í Hvíta-Rússlandi.


Þeir eiga að koma til liðs við Nantes á næsta sumri og mynda markvarðapar liðsins a.m.k. í tvö ár. Daninn Emil Nielsen sem farið hefur á kostum í marki Nantes síðustu tvö tímabil yfirgefur Nantes á næsta sumri. Nielsen hefur þráfaldlega verið orðaður við Barcelona.


Viktor Gísli var fyrst tengdur við Nantes í janúar á þessu ári þegar óstaðfestar fregnir birtust um að þreifingar hafi staðið yfir á milli umboðsmanns Viktors Gísla og franska liðsins.


Nancy hafnaði í þriðja sæti í frönsku 1. deildinni í vor á eftir PSG og Montpellier auk þess að ná alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -