- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli er danskur meistari með GOG

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður GOG, er danskur meistari í handknattleik. Mynd/GOG
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG urðu danskir meistarar í handknattleik í dag þegar þeir unnu meistara síðustu ára, Aalborg Håndbold, 27:26, í síðari úrslitaleik liðanna um danska meistaratitilinn. Leikurinn fór fram í Gigantium í Álaborg að viðstöddum 5.000 áhorfendum en fyrir löngu var orðið uppselt á viðureignina. Þetta er fyrsti meistaratitill GOG í 15 ár.


Viktor Gísli sem stóð í marki GOG hluta leiksins og varði fjögur skot, þar á meðal eitt vítakast, kveður þar með danska liðið sem meistari en hann varð bikarmeistari með liðinu 2020. Viktor Gísli verður liðsmaður Nantes í Frakklandi á næstu leiktíð eftir þrjú ár hjá GOG.

Fyrri viðureign liðanna lauk með jafntefli, 25:25.

Leikurinn var hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda. Aalborg var yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13. Varnarleikurin GOG var frábær í síðari hálfleik. Mínútu fyrir leikslok minnkaði Sebastian Barthold muninn í eitt mark fyrir heimaliðið sem komst ekki nær. Simon Pytlick, leikmaður GOG gat innsiglað sigurinn 10 sekúndum fyrir leikslok. Skot hans geigaði. Leikmenn Aalborg reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin á síðustu sekúndum en allt kom fyrir ekki.


GOG var þremur mörkum undir, 19:16, þegar 17 mínútur voru til leiksloka en tókst loksins að jafna metin, 24:24, þegar sex mínútur voru eftir af leiktímanum.

Eins sjá má á myndskeiðinu þá kunnu leikmenn GOG sér vart læti af tómri kæti.


Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Aalborgarliðið og átti tvær stoðsendingar. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.


Þar með tekur GOG væntanlega sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -