- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli er efnilegasti markvörður heims

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður GOG, er danskur meistari í handknattleik. Mynd/GOG
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins GOG, var kjörinn efnilegasti markvörður heims í kjöri sem vefmiðillinn handball-planet stóð fyrir meðal lesenda sinna. Miðað var við að leikmenn væri fæddir 1999 eða síðar.


Tilnefndir voru fjórir leikmenn í hverri stöðu á leikvellinum eins og handbolti.is greindi frá á dögunum þegar valið hófst. Auk Viktors Gísla Hallgrímssonar þá stóð valið á markvörðunum á milli Miljan Vujovoc hjá Celje Lasko í Slóveníu, Egyptans Abdelrahman Mohamed sem leikur með Wisla Plock og David Spath markvarðar Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.


Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg var einn fjögurra sem valið stóð á milli í stöðu miðjumanns. Domen Makuc, leikmaður Barcelona, skaut Gísla Þorgeiri og öðrum sem komu til greina í valinu á miðjumanni ref fyrir rass. Gísli Þorgeir var í þriðja sæti á eftir Makuc og Ahmed Hesham leikmanni Nimes í Frakklandi og egypska landsliðsins. Þjóðverjinn Juri Knorr liðsmaður GWD Minden og þýska landsliðsins varð fjórði.


Alls voru greidd liðlega 31.000 atkvæði í kjörinu en einnig vógu atkvæði dómnefndar handball-planet nokkuð þungt á móti netkosningunni.


Auk þess að velja efnilegasta leikmann heims í hverja stöðu var einnig kjörinn sá efnilegasti af þeim öllum og þá stóð Daninn Mathias Gidsel, samherji Viktors Gísla hjá GOG, uppi sem sigurvegari. Gidsel sló í gegn með Dönum á HM í Egyptalandi í janúar.

Úrvalslið ungra handknattleiksmanna:
Markvörður: Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG/Íslandi.
Vinstra horn: Dylan Nahi, PSG/Frakklandi.
Vinstri skytta: Sergei Kosorotov, Chekhovskie Medvedi/Rússlandi.
Miðjumaður: Domen Makuc, Barcelona/Slóveníu.
Hægri skytta: Mathias Gidsel, GOG/Danmörku.
Hægra horn: Valther Chrintz, Füchse Berlin/Svíþjóð.
Línumaður: Miklos Rosta, MOL-PICK Szeged/Ungverjalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -