- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli er veikur og var ekki með á æfingu

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og pólska meistaraliðsins Wisla Plock. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður, tók ekki þátt í æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir hádegið í dag í Ólympíuhöllinni. Hann er veikur og varð eftir á hótelinu.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu verður á morgun gegn Serbíu. Auk Viktors Gísla er aðeins einn markvörður í landsliðshópnum sem staddur er í München, Björgvin Páll Gústavsson.

Auðvitað áhyggjumál

„Auðvitað er það áhyggjumál að Viktor er veikur en ég reikna ekki með öðru en að hann jafni sig í dag og verði klár í leikinn með okkur á morgun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is fyrir æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni.

Var veikur

Á dögunum var Óðinn Þór Ríkharðsson frá vegna veikinda sem gengu hratt fyrir. Hann lék m.a. ekki með í síðari vináttuleiknum við Austurríki í Linz á mánudaginn. Óðinn Þór hefur jafnað sig og var með af krafti á æfingu í gær og í morgun í München.

Haukur Þrastarson, Björgvin Páll Gústavsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og fleiri á æfingu landsliðsins í gærkvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Örnólfur Valdimarsson læknir kom til München frá Íslandi í gær. Hann fylgist að vanda grannt með heilsu leikmanna.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -