- Auglýsing -
Viktor Gísli Hallgrímsson leikur til úrslita um pólska meistaratitilinn með Wisla Plock gegn Kielce áður en hann kveður félagið og gengur til liðs við Barcelona í sumar. Wisla Plock vann Górnika Zabrze, 35:20, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum í gærkvöld á útivelli. Fyrsti úrslitaleikurinn fer fram á heimavelli Viktors og félaga þriðjudaginn 27. maí. Félögin hafa mæst í úrslitum ár hvert í nærri tvo áratugi.
Leikmaður vikunnar
Viktor Gísli tók ekki þátt í leiknum í gær. Hann fór á kostum í fyrri viðureigninni við Górnika Zabrze á heimavelli síðasta laugardag. Viktor Gísli var með 60% hlutfallsmarkvörslu í leiknum og var valinn leikmaður vikunnar í úrslitakeppninni í pólsku úrvalsdeildinni.
- Auglýsing -