- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli nýtti tækifærið – Sveinn og Ágúst Elí öflugir

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska liðsins GOG. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, fékk tækifæri í dag með liði sínu GOG er það lagði Nordsjælland, 33:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik og endurheimti þar með efsta sæti deildarinnar af leikmönnum Aalborg sem hafa öðrum hnöppum að hneppa en leika í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir.


Viktor Gísli hefur fengið fá tækifæri upp á síðkastið eftir að Thorbjörn Bergerud, landsliðsmarkvörður Noregs kom til félagsins. Norðmaðurinn var fjarri góðu gamni í dag. Viktor Gísli nýtti tækifærið vel og varði 11 skot, 33% hlutfallsmarkvarsla.

Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE. Mynd/SönderjyskE


Sveinn Jóhannsson og samherjar í SönderjyskE fögnuðu langþráðum sigri í dag er þeir lögðu TTH Holstebro, 30:23, á heimavelli. Sveinn lét til sín taka á báðum hlutum leikvallarins og skoraði m.a fimm mörk í fimm skotum. Hann var besti maður liðsins í leiknum sé litið framtalsstiga sem hverjum leikmanni er reiknuð fyrir frammistöðu í ýmsum þáttum leiksins í dönsku úrvalsdeildinni.

Ágúst Eli Björgvinsson, markvörður lék vel fyrir Kolding í dag. Mynd/EPA


Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður, átti einnig góðan leik með KIF Kolding þótt hann hafi orðið að sætta sig við tap á heimavelli fyrir Bjerringbro/Silkeborg, 32:27. Ágúst Elí varði 10 skot, þar af tvö vítaköst og var með 33% hlutfallsmarkvörslu.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -