- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli og félagar lentu í kröppum dansi

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og GOG í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG halda efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir nauman sigur á næst neðsta liði deildarinnar, Ringsted, 33:31, á heimavelli Ringsted í kvöld. Á sama tíma vann lið Aalborg, ríkjandi meistari, Svein Jóhannsson og samherja í SönderjyskE, 37:31, í Álaborg. GOG er þar með þremur stigum á undan Aalborg sem hefur leikið einum leik fleira.

Leikmenn GOG fengu hressilega mótspyrnu frá leikmönnum Ringsted sem sýndu efsta liðinu talsverða mótspyrnu. Sigurinn var ekki í höfn fyrr en í blálokin þegar Morten Olsen skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndunum eftir að leikmenn Ringsted höfðu minnkað muninn í eitt mark, 32:31, 24 sekúndum fyrir leikslok.
Viktor Gísli varði 7 skot í marki GOG, sem gerir ríflega 23% hlutfallsmarkvörslu.
Sveinn Jóhannsson átti góðan leik með SönderjyskE gegn meisturum Aalborg þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari. Sveinn skoraði fjögur mörk í fimm skotum og átti einnig eina stoðsendingu.
Fleiri leikir hefjast í dönsku úrvalsdeildinni klukkan 19.30. Íslendingar verða í eldlínunni og mun handbolti.is segja frá gangi þeirra leikja um leið og þeim verður lokið.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
GOG 32(17), Aalborg 29(18), Holstebro 24(17), Bjerringbro/Silkeborg 23(17), Sönderjyske 19(18), Skjern 19(17), Kolding 17(17), Fredericia 16(16), Skanderborg 16(17), Mors-Thy 13(17), Aarhus 14(18), Ribe-Esbjerg 13(17), Ringsted 5(18), Lemvig 2(18).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -