- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli og félagar tryggðu sér efsta sæti

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Halfliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG tryggðu sér efsta sætið í riðli eitt í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Ribe-Esbjerg á heimavelli, 33:29, í næst síðustu umferð riðlakeppninnar. Henni lýkur á sunnudaginn.


Viktor Gísli stóð í marki GOG stóran hluta leiksins í kvöld og varði 11 skot, þar af eina vítakastið sem hann fékk að spreyta sig á. Hlutfallsmarkvarslan var 35%. Viktor Gísli var valinn maður leiksins.


GOG var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:14.


GOG hefur nú 10 stig að loknum fimm leikjum í efsta sæti í riðli eitt og mætir Skanderborg Aarhus í síðustu umferð. Bjerringbro/Silkeborg er í öðru sæti með átta stig. Skanderborg Aarhus hefur fimm stig og Ribe-Esbjerg rekur lestina án stiga.


GOG mætir annað hvort Aalborg eða Skjern í krossspili sem tekur við eftir riðlakeppnina.


Aalborg er efst í hinum riðli átta liða úrslita. Skjern er einu stigi á eftir. Skjern vann Fredericia, 28:26, í kvöld. Aalborg og Skjern mætast í lokaumferð annars riðils á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -