Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í kjöri á efnilegasta handknattleiksmanni Evrópu sem vefritið handball-planet stendur fyrir á vefsíðu sinni. Þetta eru Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður GOG, sem er í hóp fjögurra efnilegra markvarða sem kom til greina og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Gísli er tilnefndur í kjörinu á miðjumanni ásamt þremur öðrum.
Hægt er að greiða Viktori Gísla og Gísla Þorgeiri atkvæði með því að smella á nöfn þeirra hér fyrir ofan. Þá opnast gluggi þar sem einfalt er að taka þátt. Eins og hægt að nálgast kosninguna hér. Um er að gera að taka þátt og greiða götu Viktors Gísla og Gísla Þorgeirs í kjörinu en opið er fyrir kosninguna til 20. júní.
Hópur fjölmiðlamanna í Evrópu tilnefndi leikmenn í hverja stöðu og síðan er það lesenda að velja á milli handknattleiksmannanna sem allir eru fæddir 1999 eða síðar.
Handball-Planet hefur staðið fyrir kjöri á efnilegasta leikmanni heims á hverju ári frá 2014. Valinn sá efnilegasti í hverri stöðu á leikvellinum annarsvegar og síðan einn sem er sá efnilegasti af öllum hópnum.
Þeir sem hafa unnið fram til þessar eru:
2014 – Alex Dujshebaev.
2015 – Sander Sagosen.
2016 og 2017 – Dika Mem.
2018 – Magnus Röd.
2020 – Luis Frade.