- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor hafði betur gegn Ágústi

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG höfðu betur í rimmu sinni við Ágúst Elí Björgvinsson og samherja hans í KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 32:21. Aldrei lék vafi á hvort liðið væri sterkara. Að loknum fyrri hálfleik var munurinn átta mörk, 18:10.

Viktor Gísli átti fínan leik í marki GOG en hann stóð ekki vaktina alla leikinn. Hann varði 9 skot, ríflega 39% hlutfallsmarkvarsla. Þar af varði Viktor Gísli tvö af fjórum vítaköstum sem leikmenn Kolding spreyttu sig á gegn honum.

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður KIF Kolding. Mynd/Jón Oddur

Ágúst Elí, sem fór á kostum í með Kolding-liðinu í síðustu umferð, náði sér ekki á strik í kvöld enda varnarleikur liðsins ekki upp á það besta gegn sterku liði GOG. Ágúst Elí varði 2 skot, 12,5% hlutfallsmarkvarsla. Hann stóð ekki á milli stanganna allan leikinn.

GOG er áfram í taplaust í öðru sæti úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum sex umferðum. Aðeins Arnór Atlason og félagar í Aalborg eru fyrir ofan í töflunni með 12 stig. Ágúst og félagar í Kolding eru í 8. sæti með 6 stig eftir sex umferðir.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -