Nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Fram, Viktor Sigurðsson, leikur ekki með Fram í kvöld þegar liðið mætir Elverum í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Lambhagahöllinni.
Ljóst er að félagaskipti hans hafa ekki náð í gegn hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, þótt HSÍ hafi lagt blessun sína yfir skiptin. Viktor gekk til liðs við Fram í gærkvöld frá Val eins og handbolti.is sagði frá.
Fyrir liggur á vef EHF hvað leikmönnum Einar Jónsson þjálfari Fram teflir fram í viðureigninni við Elverum í kvöld. Á þeim lista er nafn Viktors ekki að finna. Einnig verður Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fjarri góðu gamni. Hann nefbrotnaði í viðureign við ÍR á síðasta föstudag.
Viðureign Fram og Elverum hefst klukkan 18.45 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal.
Miðasala á Fram – Elverum á stubb.is
Fram hefur keypt Viktor Sigurðsson frá Val