- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viku æfingabúðir í nóvember – sleppa landsleikjum

Karlalandsliðið í handknattleik kemur saman í æfingabúðum hér á landi í byrjun nóvember. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla kemur næst saman í viku í byrjun nóvember. Þá verða lagðar línurnar fyrir þátttökuna á Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagði við handbolta.is í morgun að ekki standi til að leika æfingaleiki í æfingavikunni í nóvember. Nokkuð er síðan ákveðið var að landsliðshópurinn verði saman í æfingabúðum hér á landi. Nokkuð sem þörf væri á en ekki hafi verið hægt að koma við um langt skeið af ýmsum ástæðum.


„Ég hlakka mikið til að vinna með liðinu í æfingavikunni en hún verður okkur afar kærkomin og mikilvæg. Ég hef eiginlega ekki fengið tækifæri til þess að æfa með liðinu í einhvern tíma síðan ég tók við snemma árs 2018,“ sagði Guðmundur Þórður sem reiknar með að velja 19, í hæsta lagi 20 leikmenn til æfinganna.


Við ætlum að vinna í okkar málum. Fara vel í varnar,- og sóknarleikinn og huga að markmiðssetningu. Vinna með liðið sem eina heild. Ég horfi með eftirvæntingu til þessa tíma sem mun skipta okkur miklu máli. Það verður ómetanlegt að fá þessa viku þar sem við munum æfa tvisvar á dag,“ sagði Guðmundur Þórður.


Ennfremur segir Guðmundur að útlitið hvað varðar leikmannahópinn sé gott eins og sakir standa nú þegar keppnistímabilið fer að hefjast um mánaðarmótin. Leikmenn sem hafa verið meiddir eru jafnt og þétt á góðum batavegi. Má þar nefna Hauk Þrastarson, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason. „Vonandi verða bara allir þeir sem við þurfum á að halda heilir þegar að æfingabúðunum kemur,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í morgun.

Hefðbundinn undirbúningur hefst undir lok ársins fyrir þátttökuna á EM í janúar. Íslenska landsliðið verður í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjum í riðli. Mótið hefst 14. janúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -