- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vil sjá hvar hann stendur

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Donni hefur verið meiddur upp síðkastið og ekki leikið mikið af þeim sökum. Ég vil þar af leiðandi sjá hvar hann stendur um þessar mundir eftir að hann var sprautaður í öxlina á dögunum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik um val sitt á Kristjáni Erni Kristjánssyni, Donna, stórskyttu PAUC, í æfingahóp landsliðsins fyrir EM.

Ánægður með hans framlag

„Hann [Donni] var með okkur í Færeyjaverkefninu í byrjun nóvember og var þá einnig aðeins laskaður. Ég var ánægður með hans framlag í leiknum sem hann spilaði og það sem hann gerði á æfingum,“ sagði Snorri Steinn en Donni er einn þriggja örvhentra skytta í æfingahópnum. Aðrir eru Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson.

Auk Donna er Elvar Örn Jónsson meiddur af þeim leikmönnum sem valdir voru í hópinn. Til viðbótar er Gísli Þorgeir Kristjánsson óðum að sækja í sig veðrið eftir nærri hálfs árs fjarveru eftir að hafa farið úr axlarlið og gengið undir aðgerð í kjölfarið.

Truflar ekki undirbúninginn

„Ég ánægður með hópinn og líður vel með þetta. Allir sem ég vildi hafa í hópnum eru í hópnum. Margir leikmenn eru og hafa verð að leika vel. Þótt einhverjir séu að koma til baka úr meiðslum þá sé ég ekki fram á að það trufli undirbúninginn. Enn sem komið er aðeins um tilhlökkun að takast á við undirbúninginn og síðar þátttökuna á EM,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson.

Landsliðið kemur saman til fyrstu æfingar fyrir EM eftir viku, miðvikudaginn 27. desember.

Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -