- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vilborg og félagar í Allsvenskan á ný – taplausar á leiktíðinni

Vilborg Pétursdóttir leikmaður AIK í Stokkhólmi. Ljósmynd/Viktor Källberg
- Auglýsing -

Vilborg Pétursdóttir og samherjar hennar í AIK hafa endurheimt sæti sitt í næstu efstu deild sænska handknattleiksins, Allsvenskan, eftir eitt tímabil í 1. deild Norra. Allsvenskan er deildin sem er næst fyrir neðan úrvalsdeildina, sem nefnd er Handbollsligan á sænsku.

Kona leiksins

AIK innsiglaði sæti sitt í Allsvenskan á þriðjudaginn með 14 marka sigri á Kungsängens SK, 34:20, á heimavelli. Vilborg var markahæst hjá AIK með 8 mörk í 11 skotum. Hún var auk þess valin kona leiksins.

Vilborg og félagar í AIK hafa átt einstaklega góðu gengi að fagna á leiktíðinni. Þær eru ósigraðar. Nítján af 21 leik hefur unnið auk tveggja jafntefli, ekkert tap. Sunnudaginn 17. mars leikur AIK síðasta leik sinn í deildinni á útivelli gegn Tumba HBK.

Í fimm ár í Svíþjóð

Vilborg lék um árabil með Haukum en flutti til Stokkhólms 2019 til að leggja stund á meistaranám. Hún tók strax upp handboltaþráðinn með AIK og hefur haldið sleitulaust áfram.

Meistaranáminu hefur Vilborg fyrir löngu lokið en líkar vel lífið ytra og býr þar áfram og leikur handknattleik með AIK samhliða hefðbundinni launavinnu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -