- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vipers Evrópumeistari í fyrsta sinn

Vipers frá Krstiansand, sigurlið Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki 2021. Liðið leikur til úrslita í keppninni í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska liðið Vipers Kristiansand varð í dag Evrópumeistari í handknattleik kvenna, Meistaradeild Evrópu. Vipers vann franska liðið Brest Bretange, 34-28, í úrslitaleik keppninnar í Búdapest. Þetta er í fyrsta sinn sem Vipers vinnur Meistaradeildina og um leið fyrsti úrslitaleikur beggja liða í keppninni.
Vipers byrjuðu þennan leik mun betur og það var greinilegt að dagsskipun Ole Gjeksted var að keyra upp hraðann. Þær norsku spiluðu ógnarsterka vörn þar sem að þær Emilie Arntzen og Hanna Yttereng voru eins og klettar í miðri vörninni. Þetta skilaði sér í nokkrum auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum og eftir aðeins átta mínútna leik var staðan orðin 8-3 Vipers í vil. Þá hafði Laurent Bezeau þjálfari Brest séð nóg og tók leikhlé þar sem hann meðal annars sagði við sína leikmenn að þeir yrðu einfaldlega að hlaupa hraðar til að eiga möguleika í leiknum.


Skilaboðin virtust hafa góð áhrif á franska liðið því leikmenn Brest fóru að vinna sig hægt og rólega inní leikinn og náðu loks að jafna metin 9-9 á 14. mínútu. Norska liðið náðu þó fljótt vopnum sínum á nýjan leik og þá helst fyrir tilstuðlan frábærar frammistöðu hjá Katrine Lunde í markinu. Hún fór hamförum næstu mínúturnar sem hjálpaði þeim norsku að komast í fjögra marka forystu 15-11 þegar átta mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá forystu lét Vipers ekki af hendi. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 18-14 fyrir Vipers.

Katrine Lunde, markvörður Vipers, var frábær í úrslitaleiknum í dag. Hér fagnar hún. Mynd/EPA


Leikmenn Vipers héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og juku við forystu sína en eftir fimm mínútna leik voru þær komnar með sjö marka forskot, 22-15. Brest-liðið reyndi hvað það gat til þess að koma sér inní leikinn á nýjan leik en ekkert gekk hjá þeim. Flestar sóknaraðgerðir strönduðu á Katrine Lunde sem átti frábæran leik í markinu hjá Vipers.
Á nítjándu mínútu í stöðunni, 27-21, tók Laurent Bazeau þjálfari Brest leikhlé og freistaði þess að gera lokatilraun að blása lífi í sitt lið og það virtist hafa tekist um stundarsakir þar sem franska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur mörk, 29-25, þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Vipers náði að standa af sér áhlaupið og vann með sex marka mun eins og áður sagði.

Reistad valin best

Henny Reistad kórónaði frammistöðu sína í Meistaradeild kvenna á þessari leiktíð. Hún var valin efnilegasti leikmaður Meistaradeildarinnar áður en Final4 úrslitahelgin fór fram. Reistad gerði sér lítið fyrir og skoraði 22 mörk í tveimur leikjum helgarinnar og var valinn besti leikmaðurinn í leikslok.

Henny Ella Reistad t.h. besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar og Ana Gros, markadrottning deildarinnar, kljást í úrslitaleiknum í dag. Mynd/EPA

Vipers 34-28 Brest (18-14)
Markaskorarar Vipers: Henny Reistad 12, Jana Knedlikova 6, Emilie Arntzen 4, Heidi Løke 4, Ragnhild Dahl 3, Nora Mørk 2, Vilde Jonassen 2, Marta Tomac 1.
Varin skot: Katrine Lunde 12.
Markaskorarar Brest: Ana Gros 8, Isabelle Gulldén 5, Pauletta Foppa 3, Djurdjina Jaukovic 3, Alicia Toublanc 2, Sladjana Pop-Lazic 2, Pauline Coatanea 2, Monika Kobylinska 1, Coralie Lassource 1, Kalidiatou Niakate 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 6, Sandra Toft 1.

Fyrr í dag vann Györ liðsmenn CSKA í leiknum um bronsið. Lesa má um þá viðureign hér að neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -