- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vísað úr keppni vegna eins smits

Keppnishöllin í Zadar í Króatíu. Mynd/heimasíða SHEA Gazprom League
- Auglýsing -

Stjórnendur Austur-Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, SEHA Gazprom League, hafa vísað Vardar Skopje úr keppni en liðið átti að leika til undanúrslita í keppninni á morgun í Zadar í Króatíu. Ástæðan fyrir brottvísuninni er sú að eitt smit kórónuveiru greindist í fyrradag í leikmannahópi Vardar. Óttast stjórnendur mótsins að fleiri kunni að vera smitaðir.


Í stað Vardar hefur verið í hóað í lið RK Zagreb sem tapaði fyrir Vardar í átta liða úrslitum. RK Zagreb mætir Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi á morgun. Í hinni undanúrslitaviðureignninni eigast við Veszprém og Motor Zaporozhye frá Úkraínu. Roland Eradze er aðstoðarþjálfari Motor.

Mörgum þykja viðbrögð stjórnenda Austur-Evrópudeildarinnar vera afar harkaleg þar sem fátt bendir til annars en að smitið í herbúðum Vardar sé einangrað tilfelli auk þess sem nokkrir leikmenn liðsins hafa smitast á undanförnu ári og ættu þar af leiðandi að vera betur í stakk búnir til að verjast veirunni.


Heimildir 24rakomet.mk í Norður-Makedóníu herma að forráðamenn Meshkov Brest hafi neitað að mæta Vardar eftir að upp komst um smitið. Þeir hafi hótað að draga lið sitt úr keppni ef Vardar-liðinu yrði heimilað að taka þátt í leiknum. Engu máli skipti þótt stjórnendur Vardar hafi boðist til að kalla inn varamenn fyrir þá sex leikmenn sem voru útsettir innan liðsins vegna þess eina sem er smitaður. Sex menningarnir eru allir tvíbólusettir.


Sem fyrr segir verða undanúrslitaleikir Austur-Evrópudeildarinnar á morgun. Til stendur að leikið verði til úrslita á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -