- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vissi vel að það væri áskorun falin í þessu starfi

- Auglýsing -

Halldór Jóhann Sigfússon flutti heim í sumar eftir tveggja ára veru við þjálfun í dönsku úrvalsdeildinni og tók við þjálfun HK sem leikur annað tímabilið í röð í Olísdeild karla þegar keppni hefst í næstu viku. Halldór Jóhann segir fyrstu vikurnar hjá HK hafa verið góðar en annasamar. Aðstæður hjá félaginu segir hann vera mjög góðar.

Virkilega sáttur

„Þetta er stór og flottur klúbbur og allt til alls svo ég er virkilega sáttur við að vera kominn hingað,“ segir Halldór Jóhann en handbolti.is tók hús á honum í Kórnum síðdegis í dag, rétt fyrir æfingu.

„Ég vissi það svo sem þegar ég tók við að áskorun væri falin í starfinu. Það lá ekki fyrir fyrr en rétt áður en ég flutti heim hvort HK yrði í Olísdeildinni eða í Grill-deildinni. Hvort heldur sem hefði orðið þá ætlaði ég alltaf að taka við starfinu og takast á við þær áskoranir sem því fygldi,“ segir Halldór Jóhann í samtali við handbolta.is sem hlusta má á í heild hér fyrir ofan.

Nokkrar mannabreytingar

Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi HK frá síðustu leiktíð. Nokkrir leikmenn hafa skipt um lið eða snúið sér að öðru eins og Pálmi Fannar Sigurðsson sem handbolti.is sagði frá í gær.

„Við náðum að halda flestum þeim sem voru hvað sterkastir í fyrra að því undanskildu að Sigurjón markvörður fór, einnig Kristján Ottó auk Pálma Fannars. Allt voru þetta stórir póstar í byrjunarliðinu. Við höfum verið að reyna að dekka þeirra stöður mðe nýjum mönnum,“ segir Halldór Jóhann sem hefur ekki bara misst frá sér leikmenn heldur einnig fengið til sín öfluga leikmenn. Má þar nefna Jovan Kukobat markvörð, Leó Snæ Pétursson og Andra Helgason. Tveir þeir síðarnefndu eru HK-ingar upplagi.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

„Það er efniviður fyrir hendi hjá félaginu, m.a. nokkrir leikmenn sem fengu að finna smjörþefinn í fyrra. Við ætlum þeim stærra hlutverk. Þeir verða að stökkva út í djúpu laugina, annað er ekki í boði,“ segir Halldór Jóhann en HK sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Olísdeildar fimmtudaginn 5. september.

Alltaf markmið að gera betur

Markmiðið er að sögn Halldórs Jóhanns að gera betur en í fyrra, það sé í raun og veru alltaf markmið hvers liðs ár hvert.

„Markmiðið í fyrra var að halda sæti í Olísdeildinni sem tókst sem var mjög vel gert hjá Guffa og Basta og liðinu. Fyrst og fremst verður það áfram aðalatriðið að halda sér uppi og sjá svo til hvaða möguleikar eru á að þrýsta sér ofar en í fyrra,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs HK.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Halldór Jóhann efst í þessari frétt.

Helstu breytingar:
Komnir: Andri Helgason, Felix Már Kjartansson, Jovan Kukobat, Leó Snær Pétursson, Tómas Sigurðarson.
Farnir: Egill Már Hjartarson, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristófer Ísak Bárðarson, Pálmi Fannar Sigurðsson, Sigurjón Guðmundsson, Sigurvin Jarl Ármannsson.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

Fleiri myndskeiðsviðtöl við þjálfara:

Kíktu bara á vegginn, þetta er allt mjög skýrt hér

Ætlum okkur klárlega að gera betur en í fyrra

Erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á

Það er engan bilbug á okkur að finna

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -