- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vistaskipti loksins staðfest

Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Portúgal á HM í Egyptalandi í janúar. Mynd /EPA
- Auglýsing -

Þýska handknattleiksliðið MT Melsungen staðfesti í dag að Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson verður leikmaður félagsins næstu tvö ár frá og með 1. júlí í sumar. Vistaskiptin spurðust út í janúar á meðan íslenska landsliðið tók þátt í heimsmeistramótinu en fengust ekki staðfest þá.

Elvar Örn, sem er 23 ára gamall, er að langt kominn með sitt annað keppnistímabil hjá danska úrvalsdeildarliðinu Skjern á Jótlandi. Þangað kom hann eftir að hafa verið burðarás í liði Selfoss sem varð Íslandsmeistari vorið 2019. Elvar Örn var í framhaldinu valinn besti leikmaður Olísdeildar.

Elvar Örn hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu síðustu tvö ár, ekki misst úr leik. Alls eru landsleikirnir 43 og mörkin 111. Hann hefur tekið þátt í þremur síðustu stórmótum íslenska landsliðsins og leikið veigamikið hlutverki jafnt í vörn sem sókn

Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari MT Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður er leikmaður liðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -