- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonandi ekkert alvarlegt

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég hvíldi í síðustu viku vegna bólgu í öðrum ökklanum,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður franska liðsins PAUC við handbolta.is í gær.

Athygli vakti að Donni var ekki í leikmannahópi PAUC á laugardaginn þegar liðið sótti stórlið PSG heim í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Donni hefur ekki missti úr marga leiki síðan hann gekk til liðs við PAUC sumarið 2020.


Donni sagðist binda vonir við að bólgan í ökklanum sé ekki merki um alvarleg meiðsli. „Ég fer í myndatöku á ökklanum í fyrramálið [í dag]. Þetta ætti ekki að vera neitt alvarlegt,“ sagði Donni ennfremur í svari við skilaboðum handbolta.is.


Donni er næst markahæsti leikmaður PAUC á leiktíðinni með 35 mörk í átta leikjum.


PSG vann leikinn í París á laugardaginn með fimm marka mun, 37:32, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 19:17.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -