- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonsvikinn að fá ekkert út úr jafngóðum leik þessum

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari ræðir við leikmenn í leikhléi í viðureigninni við Þýskaland í fyrradag. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -

„Sárgrætilegt tap er það sem fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðs kvenna eftir eins marks tap fyrir Þýskalandi, 31:30, í annarri umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna Pitesi í Rúmeníu dag.

Katrín Anna Ásmundsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir fagna marki í leiknum við Þjóðverja. Mynd/EHF/Marius Ionescu

EMU19: Dagskrá, úrslit og staðan

Einni sekúndu frá öðru stiginu

„Stelpurnar spiluðu frábæran leik nær allan tímann og voru með tögl og hagldir. Síðan vorum við aðeins einni sekúndu frá að jafna í lokin og ná í stig sem hefði getað verið mjög mikilvægt. Því miður þá gerðum við okkur sek um nokkur klaufaleg mistök á köflum í síðari hálfleik sem reyndust dýr þegar upp var staðið,“ sagði Ágúst sem var skiljanlega vonsvikinn að hafa ekki fengið neitt út úr jafngóðri frammistöðu gegn sterku liði Þýskalands sem hefur á að skipa leikmönnum úr liðum efstu deildar þýska handknattleiksins.

„Frammistaðan var heilt yfir mjög góð. Varnarleikurinn var mikið betri í dag en í gær og markvarslan var fín. Einnig tókst okkur að keyra vel á þýska liðið. Sóknarleikurinn var lengi vel mjög góður með mörgum góðum opnunum og fínum mörkum úr hornunum og eftir gegnumbrot. Ég var ánægður með vel útfærðan sóknarleik stelpnanna og miklar framfarir á öllum vígstöðvum frá viðureigninni við Rúmeníu í gær.“

EMU19: Grátlegt tap fyrir Þjóðverjum

Áttum skilið bæði stigin

„Þetta er sárt og svekkjandi að fá ekkert úr leiknum því liðið lék svo vel auk þess sem við voru með yfirhöndina í rúmlega 50 mínútur. Við áttum skilið bæði stigin, að minnsta kosti annað. Ég vil hrósa stelpunum að leikslokum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -