- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vörnin small og ég er svo sátt

- Auglýsing -


„Ég bara rosalega ánægð með sigurinn. Við komum á fullum krafti í leikinn, við ætluðum okkur að vinna sterkt Framlið. Vörnin small og ég er svo sátt,“ sagði Sonja Lind Sigsteinsdóttir leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Hauka í samtali við handbolta.is á Ásvöllum eftir að Haukar unnu Fram, 25:20, í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í handknattleik.

Sonja Lind, sem valin var í A-landsliðið í fyrsta sinn á dögunum, skoraði fjögur mörk fyrir Hauka í leiknum og var afar öflug í hægri bakvarðastöðunni í vörninni.

„Okkar markmið var að taka fast á þeim í vörninni. Um leið og það gerðist þá fylgdi sóknarleikurinn með og við gátum keyrt hratt fram. Ég held að varnarleikurinn hafi skilað þessu auk þess sem liðsheildin var geggjuð, við unnum hver fyrir aðra. Við vorum staðráðnar í koma til þess að sigra,“ sagði Sonja Lind Sigsteinsdóttir bikarmeistari með Haukum í fyrsta sinn í meistaraflokki.

Lengra viðtal við Sonju er að finna í myndskeiði hér fyrir ofan.

Átján ára bið Haukakvenna á enda – bikarmeistarar 2025

Fyrst og fremst frábær leikur hjá okkur

Náðum okkur aldrei almennilega í gang

Poweradebikarinn – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -