„Vörnin var mjög góð allan leikinn. Hún hélt og Aftureldingarmenn voru í basli. Þeir léku mjög mikið sjö á sex en vörnin okkar réði við það,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í samtali við handbolta.is á Ásvöllum í kvöld eftir sigur Fram á Aftureldingu í framlenginu, 36:33, í undanúrslitaleik Poweradebikarsins. Fram leikur gegn Stjörnunni í úrslitaleik á laugardaginn, einnig á Ásvöllum.
„Við ströggluðum óvenju mikið í sókninni í síðari hálfleik eftir að hafa verið frábærir í fyrri hálfleik. Afturelding er hinsvegar með frábært lið og það er ekkert sjálfgefið að skora 36 mörk hjá þeim,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram.
Lengra viðtal er við Einar í myndskeiði hér fyrir ofan.
Okkur tókst að pota inn skítamörkum meðan þeir náðu því ekki
Eins svekkjandi og frekast getur orðið í þessum bransa
Framarar í úrslit eftir háspennu og framlengingu