„Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu og öllum stuðningsmönnunum sem mættu. Við vorum nokkrum sinnum búnir að klúðra leiknum en tókst alltaf einhvernveginn að koma til baka,“ sagði Reynir Þór Stefánsson markahæsti leikmaður Fram í tvíframlengdum leik við FH í kvöld, 34:33. Sigurinn fleytti Fram í úrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn síðan 2013 en þá var Reynir Þór á áttunda ári.
Fram var komið í góða stöðu með fimm marka forskot, 21:16, þegar 13 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar FH náði áhlaupi sem tryggði liðinu framlengingu. Þá virtist Fram vera að gefa eftir.
„Birkir Fannar [markvörður FH] varði allt á tímabili og gerði okkur erfitt fyrir en þegar kom í framlenginguna þá var allt inni á báða bóga,“ sagði Reynir Þór og bætti við.
„Við viljum fara alla leið og klára þetta,“ sagði Reynir Þór Stefánsson og á væntanlega við með því að “klára þetta” að Framarar ætli sér Íslandsmeistaratitilinn.
Lengra viðtal við Reyni Þór er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Erum að uppskera eins og við höfum sáð til
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025
Arnór Máni var hetja Fram – varði vítakast í lok annarrar framlengingar
Á ekki ekki nógu sterk orð til þess að hrósa liðinu mínu