- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Wiegert bauð Dujshebaev að leiknum yrði hætt

Bennet Wiegert þjálfari SC Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þegar pólski blaðamaðurinn Pawel Kotwica barðist fyrir lífi sínu meðan hlé var gert á úrslitaleik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins SC Magdeburg í Meistaradeild karla í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í gær gekk Bennet Wiegert þjálfari Magdeburg til starfsbróðurs síns hjá Kielce, Talant Dujshebaev, og bauð að leiknum yrði hætt, staðan í leiknum yrðu úrslit leiksins, 25:22 fyrir Kielce.

„Hættum leiknum og úrslitin standa eins og þau eru núna. Þið vinnið Meistaradeildina. Margt er mikilvægara en íþróttir,“ segist Wiegert hafa sagt við starfsbróður sinn hjá Kielce. Bild og Die Welt hafa þetta eftir Wiegert.

Dreginn var dúkur yfir vettvang í keppnishöllinni í Köln í gær meðan pólskum blaðamanni sem veiktist var veitt fyrsta aðstoð. Mynd/EPA

Rúmlega 12 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Læknar beggja liða og fleiri reyndu hvað þeir gátu til þess að bjarga lífi pólska blaðamannsins. Þögn sló á 20 þúsund manns sem voru í keppnishöllinni. Flestir vissu að eitthvað alvarlegt hafði átt sér stað. Dúkur var dreginn yfir svæðið þar sem pólski blaðamaðurinn var meðan læknar gerðu hvað þeir gátu.

Blaðamaðurinn var fluttur úr keppnishöllinni á næsta sjúkrahús og var úrskurðaður látinn einni stund síðar.

Að loknu nærri stundarfjórðungs löngu hléi var leiknum haldið áfram. Magdeburg vann með eins marks mun, 30:29, eftir framlengingu og varð Evrópumeistari.

Pawel Kotwica var 51 árs og hafði verið blaðamaður í þrjá áratugi, lengst af hjá Echo Dnia. Hann einbeitti sér að handknattleik, ekki síst Kielce, og fylgdi liðinu eftir nánast hvert fótmál árum saman.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -