Gunnar Róbertsson skoraði 11 mörk þegar Valur vann Víking í æfingaleik í Safamýri 32:29 eftir að hafa einnig verið þremur mörkum yfir í hálfleik. Í tilkynningu Vals segir að yngri leikmenn meistaraflokksins hafi fengið tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Margir þeirra hafa verið á fullri ferð í sumar með yngri landsliðunum. Nokkrir þeirra standa ennþá í ströngu á HM 19 ára landsliða í Egyptalandi.
Næsti leikur Valsara verður við nýliða Olísdeildar, Selfoss, á miðvikudaginn.
Mörk Vals: Gunnar Róbertsson 11, Bjarni í Selvindi 8, Andri Finnsson 4, Þorvaldur Þorvaldsson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Bjarki Snorrason 1, Daníel Örn Guðmundsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7, Arnar Þór Fylkisson 3.
Engar upplýsingar er að finna um hverjir skoruðu fyrir Víking.