- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ystads hleypti upp riðlinum – skelltu Flensburg

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Sænsku meistararnir í Ystads unnu óvæntan en afar sanngjaran sigur á Flensburg í B-riðili Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á heimavelli í kvöld, 30:26, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Þar með settu Svíarnir riðilinn í uppnám þar sem nú hafa öll liðin tapað leik. Þeir sendu skýr skilaboð um að ætla sér að berjast um eitt af fjórum efstu sætunum sem veitir keppnisrétt í 16-liða úrslitum í mars.


Leikmenn Ystad, undir stjórn Oscar Carlén, og með gamla brýnið Kim Andersson fremstan í flokki léku afar vel útfærðan leik gegn þýska stórliðinu. Flensburg hafði endurheimt Jim Gottfridson og Magnús Rød úr meiðslum en þeir voru ekki með gegn Val fyrir viku. Rød var arfaslakur og gerði ekki gagn. Hann lék þó stóran hluta leiksins á kostnað Teits Arnar Einarssonar.


Gottfridson var haldið niðri svo honum tókst aldrei að sýna allar sínar bestu hliðar í heimsókn til heimalandsins.

Frábær varnarleikur

Varnarleikur Ystad var frábær og Niklas Kraft markvörður stóð undir nafni. Ystad komst sex mörku yfir, 27:21, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Flensburg reyndu að hleypa leiknum upp á síðustu mínútum en tókst ekki að minnka muninn nema í tvö mörk.


Jonathan Sensson skoraði átta mörk fyrir Ystad. Kim Andersson var næstu með sex mörk.


Gottfridsson, Johan á Plogv Hansen og Emil Jakobsen skoruðu fjögur mörk hver fyrir Flensburg. Teitur Örn Einarsson náði ekki að skora úr þeim tveimur markskotum sem hann átti. Benjamin Buric markvörður var bestur af liðsmönnum Flensburg með 40% hlutfallsmarkvörslu.

Staðan í riðlinum

Áður en leikur PAUC og Vals hefst er staðan þessi í B-riðli:
Flensburg 6 stig, 4 leikir, Valur 4 stig, 3 leikir, PAUC 4 stig, 3 leikir, Ystads 4 stig, 4 leikir, Ferencváros 2 stig, 4 leikir, Beidorm 2 stig, 4 leikir.


Benidorm vann Ferencváros, 33:32, í Búdapest í kvöld. Sigurinn opnaði enn frekar.

Uppfært:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -