- Auglýsing -
- Auglýsing -

Zevcevic sá til þess að Stjarnan fer í undanúrslit

Darija Zecevic átti stórleik í kvöld. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

Stjarnan varð fjórða liðið sem vann sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik kvenna. Stjarnan lagði Gróttu, 25:20, í síðasta leik átta liða úrslita í kvöld í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:7. ÍR, Selfoss og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitum í gær. Dregið verður í undanúrslit fljótlega en víst er að undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. mars.

Darija Zecevic, markvörður Stjörnunnar, átti stórleik að þessu sinni. Hún varði 23 skot og sá til þess að liðið vann leikinn gegn næst efsta liði Grill 66-deildar.

Grótta byrjaði betur og komst í 5:3 áður en Zecevic tók til sinna ráða. Hún fékk aðeins tvö mörk á sig á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleik. Samherjar hennar skoruðu síðan drjúgt af mörkum eftir hraðaupphlaup.

Leikmenn Gróttu lögðu allt í sölurnar í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var góður en mörkin urðu nógu mörg. Þegar skammt var til leiksloka minnkaði Grótta muninn í þrjú mörk, 23:20, og fékk þrjár sóknir til þess að skora 21 markið og hleypa aukinni spennu í leikinn á síðustu mínútum. Allt kom fyrir ekki.

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Karlotta Óskarsdóttir 6, Rut Bernódusdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 3, 18,8% – Soffía Steingrímsdóttir 3, 20%.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Anna Karen Hansdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 4/3, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 23, 54,8%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -