- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

114. Evrópuleikurinn verður að baki á Kýpur

Frá æfingu Hauka á Kýpur í gær. Mynd/Haukar topphandbolti
- Auglýsing -

Karlalið Hauka er í góðu yfirlæti á Kýpur þessa daga þar sem það leikur tvísvar sinnum við lið Parnassos Strovolou á Nikósíu í dag og á morgun. Að þessum leikjum loknum hefur karlalið Hauka leikið 114 sinnum í Evrópukeppni, að sögn Harðar Davíðs Harðarsonar, liðsstjóra, sem haldið hefur bókhald yfir alla leikina.

Hitinn á Kýpur var mikill í gær, fór í 31 gráðu um miðjan daginn, með tilheyrandi sólskini. Um hádegið í dag er hitinn 28 gráður að sögn Harðar Davíðs.

Æft var í gær í keppnishöllinni og láta menn vel af aðstæðum. Færa varð leikinn á milli íþróttahalla vegna þess að fjölmennt mót í badminton stendur yfir í stærri keppnishöllinni.

Aron Kristjánsson þjálfari leggur línurnar með leikmönnum sínum. Mynd/Haukar topphandbolti


Breytingin skiptir ekki miklu máli því völlurinn er af sömu stærð en hinsvegar rúmast færri áhorfendur í keppnishúsinu sem leikið verður í í dag en í hinu.


Leikurinn í dag hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með viðureigninni á youtube á slóðinni: youtube.com/watch?v=Py4n6iugQtE

Handbolti.is verður einnig með stöðuuppfærslu.


Vonir standa til þess að síðari viðureignin á morgun verði einnig send út á youtube en handbolti.is stefnir einnig að textalýsingu.

Farið á æfingu í gær. Mynd/Haukar topphandbolti


Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagði við handbolta.is áður en lagt var af stað til Kýpur að lið Parnassos Strovolou væri skipað mörgum reyndum handknattleiksmönnum frá austur hluta Evrópu og eins frá Grikklandi auk heimamanna. Hann reiknað með tveimur erfiðum leikjum enda hafi Parnassos Strovolouliðið m.a. staðið hressilega í Baia Mare frá Rúmeníu á síðustu leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -