Valsarinn Arnór Snær Óskarsson var ekki lengi að stimpla sig inn í Olísdeildin þegar hann mætti til leiks eftir rúmlega tveggja ára fjarveru með Val gegn Fram í 10. umferð í síðustu viku.
Arnór Snær kom galvaskur til leiks í Lambhagahöllina og skoraði 11 mörk í 13 skotum, skapaði þrjú marktækifæri og var tvö lögleg stopp í vörninni. Fengu leikmenn Fram ekkert við piltinn ráðið. Þar af leiðandi kemur það ekki í opna skjöldu að Arnór Snær var valinn leikmaður 9. umferðar Olísdeildar karla í Handboltahöllinni, vikulegs þáttar um handbolta þar sem leikir deildarinnar eru krufnir til mergjar.
Sex af átta leikmönnum í liði 9. umferðar eru valdir í fyrsta sinn á leiktíðinni.
Lið 9. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Giorgi Arvelodi Dikhaminjia, KA, 3*.
Hægri skytta: Arnór Snær Óskarsson, Val.
Miðjumaður: Baldur Fritz Bjarnason, ÍR.
Vinstri skytta: Haukar Ingi Hauksson, HK.
Vinsta horn: Theodór Sigurðsson, Fram.
Línumaður: Sveinn José Rivera, ÍBV, 3*.
Markvörður: Björgvin Páll Gústavsson, Val.
Varnarmaður: Þorvaldur Tryggvason, Aftureldingu.
Þjálfari umferðarinnar: Ágúst Þór Jóhannsson, Val, 2*.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar).
Leikmaður 9. umferðar: Arnór Snær Óskarsson, Val, 1*.
(*Hversu oft í valinn leikmaður umferðarinnar).


Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.




