- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Annað tapað stig í 18 leikjum

- Auglýsing -

Hendrik Pekeler tryggði THW Kiel annað stigið í hörkuleik við meistara SC Magdeburg, 26:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld er leikið var í Magdeburg að viðstöddum 6.600 áhorfendum í GETEC Arena í Magdeburg.

Þetta var aðeins annað stigið sem Magdeburg tapar í 18 leikjum á tímabilinu.


Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn í leiknum og skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar fyrir Magdeburg-liðið. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar.

Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu auk þess að láta til sín taka í vörninni.

Skarð var fyrir skildi hjá THW Kiel að Elias Ellefsen á Skipagötu var ekki með vegna meiðsla.

Andreas Wolff fór á kostum í marki THW Kiel.

Gindsel með 11 mörk

Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir Füchse Berlin á heimavelli, 36:28. Einar Þorsteinn skoraði eitt mark auk þess að taka til sinna ráða í vörninni þar sem við ofurefli var að etja.

Mathias Gidsel skoraði 11 mörk og gaf 5 stoðsendingar í liði Fücshe Berlin og var atkvæðamestur. Nils Lichtlein var næstur með átta mörk.

Nýbakaður landsliðsmaður Danmerkur, Frederik Bo Andersen, var markahæstur hjá Hamborgarliðinu með sex mörk.


Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -