- Auglýsing -
- Auglýsing -

12 íslenskar stoðsendingar í sigri meistaranna

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg verður frá keppni út tímabilið vegna meiðsla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistarar SC Magdeburg héldu sínu striki í þýsku 1. deildinni í kvöld þegar þeir sóttu Stuttgart heim og unnu með fjögurra marka mun, 32:28. Sigurinn færði Magdeburg upp í fjórða sæti deildarinnar. Liðið hefur 17 stig eftir 10 leiki og á einn til tvo leiki á liðin sem eru fyrir ofan. Füchse Berlin trónir á toppnum með 21 stig að loknum 12 leikjum.


Ómar Ingi Magnússon kom mikið við sögu í leiknum. Hann skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti og gaf einnig fimm stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson lét að vanda mikið til sína taka. Hann skoraði þrjú mörk og átti sjö stoðsendingar.


Daninn Magnus Saugstrup naut góðs af sendingu frá Gísla og Ómari. Saugstrup skoraði níu mörk og var markahæstur á vellinum. Daniel Fernandez Jimines skoraði sex mörk fyrir Stuttgart sem er í 13. sæti með átta stig.


Erlangen tapaði fyrir THW Kiel í síðari leik kvöldsins í þýsku 1. deildinni, 34:27, á heimavelli. Staðan var jöfn í hálfleik, 16:16. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -