Íslendingar kvöddu Malmö Arena í gær með sigurbros á vör, jafnt leikmenn og starfsmenn landsliðsins og stuðningsmennirnir frábæru sem fjölmennt hafa á alla leiki íslenska landsliðsins, jafnt í Kristianstad og Malmö. Ísland er komið í undanúrslit EM í fyrsta skipti í 16 ár.
Stuðningsmannahópurinn var leiddur áfram af Sérsveitinni, stuðningssveit landsliðanna í handknattleik, sem á mikinn sóma skilinn fyrir að fylgja landsliðunum ár eftir ár, í gegnum súrt og sætt.
Myndaveisla: Sigurstund á sænskri grund
Hér fyrir neðan er hluti þeirra mynda sem Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari tók í gær af stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í viðureigninni við Slóvena þar sem sæti í undanúrslitum EM var tryggt. Hversu margir stuðningsmenn verða í Herning á föstudag og sunnudag er óljóst enn sem komið er.
-Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.





















































