- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Betur fór en á horfðist

Emilia Ósk Steinarsdóttir leikmaður FH. Mynd/Brynja Trausta, FH
- Auglýsing -

Betur fór en á horfðist í fyrstu hjá Emilíu Ósk Steinarsdóttur miðjumanni og unglingalandsliðsmanni hjá FH. Hún fékk högg á fingur í viðureign FH og KA/Þórs í þriðju umferð Olísdeildarinnar á laugardagskvöldið. Óttast var í fyrstu að Emilía Ósk hefði fingurbrotnað.

Við nánari skoðun kom í ljós að svo var ekki. Emilía Ósk verður að hlífa fingrinum næstu daga en ætti að öllu óbreyttu að vera klár í slaginn með nýliðum FH gegn HK í Kórnum í 4. umferð Olísdeildar laugardaginn 10. okótber.

Emilía Ósk hefur leikið vel með FH-liðinu í fyrstu leikjum þess og stjórnað sóknarleiknum af röggsemi. Auk þess hefur Emilía skorað sjö mörk, öll í tveimur fyrstu leikjum deildarinnar, gegn Stjörnunni og Haukum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -