- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir létu áföll ekki slá sig út af laginu

Danir fagna undir lok sigurleiksins á Frökkum um 3. sætið á EM í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir unnu bronsverðlaunin á Evrópumeistarmóti karla í handknattleik í dag með þriggja marka sigri á Frökkum, 35:32, eftir framlengingu í MVM Dome í Búdapest í dag. Staðan var jöfn, 29:29, eftir venjulegan leiktíma. Danska liðið var mikið sterkara í framlengingunni þar sem Rasmus Lauge skoraði þrjú mörk og Niklas Landin fór á kostum í markinu. Þetta eru fyrstu bronsverðlaun danska landsliðsins á EM karla í 16 ár sem ekki hafa unnið til verðlauna á EM síðan 2014 þegar þeir fengu silfur eftir tap fyrir Frökkum í úrslitaleik í Herning.

Henrik Möllgaard Jensen hugar að samherja sínum Mathias Gidsel eftir að sá síðarnefndi meiddist í bronsverðlaunaleiknum í dag. Mynd/EPA


Mikkel Hansen lék ekki með danska liðinu í dag eftir að hafa meiðst á ökkla í undanúrslitaleiknum við Spánverja á föstudaginn. Annað áfall dundi á danska landsliðinu eftir rúmlega eina mínútu í leiknum við Frakka í dag þegar Mathias Gidsel meiddist þegar hann hljóp til baka í vörnina. Óttast er að meiðslin séu alvarlega, hugsanlega slitið krossband. Þegar Gidsel meiddist kom það sér vel fyrir danska liðið að Niclas Kirkeløkke hafði komist vel inn í leik liðsins þegar hann fékk að spreyta sig heilan leik gegn Frökkum í lokaumferð riðlakeppninnar á miðvikudagskvöld.

Daninn Jacob Holm í fanginu á Dika Mem. Mynd/EPA


Jacob Holm fór á kostum í sóknarleik danska liðsins og skoraði 10 mörk, þar af eitt í framlengingunni.


Þetta var síðasti mótsleikur Lasse Svan Hansen en hann leggur skóna á hilluna í sumar.


Danir áttu erfitt uppdráttar framan af leik. Þeim tókst að ná vopnum sínum fyrir lok fyrri hálfleiks. Þeir voru marki undir að honum loknum 14:13. Síðari hálfleikurinn var jafn og bráðskemmtilegur. Frakkar lentu þremur mörkum undir, 21:18. Þeir komust yfir, 23:22. Það sem eftir var til loka venjulegs leiktíma var leikurinn í járnum.


Mörk Frakklands: Kentin Mahe 8, Hugo Descat 7, Yanis Lenne 5, Nicolas Tournat 4, Dika Mem 3, Benoit Kounkoud 3, Melvyn Richardson 1, Ludovic Fabregas 1.
Mörk Danmerkur: Jacob Holm 10, Niclas Kirkeløkke 5, Rasmus Lauge Schmidt 4, Magnus Saugstrup Jensen 3, Lasse Svan 3, Hans Aaron Mensing 3, Mads Mensah Larsen 2, Simon Hald Jensen 2, Magnus Landin Jacobsen 2, Emil Jakobsen 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -