- Auglýsing -
- Auglýsing -

2. deild: Tólfta mark Kristjáns Helga var sigurmarkið í Mýrinni

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Kristján Helgi Tómasson skoraði sigurmark ungmennaliðs Stjörnunnar í dag í upphafsleik 2. deildar karla þegar ÍH sótti granna sína heim í Mýrina. Kristján Helgi skoraði helming marka Stjörnunnar í 24:23, sigri. Tólfta og síðasta markið varð staðreynd 33 sekúndum fyrir leikslok.


ÍH mætti með harðsnúna sveit í Mýrina, m.a. leikmenn sem voru í Olísdeild á síðasta keppnistímabili. Það dugði ekki gegn ungmennaliði Stjörnunnar sem var röggsamlega stýrt af Daníel Ísaki Gústafssyni.

Stjarnan var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10. Síðari hálfleikur var afar jafn og spennandi og munaði aldrei meira en einu marki á annan hvorn veginn.

Næsti leikur í 2. deild fer fram annað kvöld í Garðinum. Víðismenn taka á móti Hvíta riddaranum úr Mosfellsbæ.

Mörk Stjörnunnar U.: Kristján Helgi Tómasson 12, Stefán Orri Stefánsson 5, Benjamín Björnsson 3, Húgó Máni Ólafsson 2, Manúel Breki Geirsson 2.
Varin skot: Daði Bergmann Gunnarsson 8, Baldur Ingi Pétursson 5.
Mörk ÍH: Róbert Karl Segatta 8, Þórarinn Þórarinsson 6, Veigar Snær Sigurðsson 3, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 2, Hlynur Jóhannsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Logi Aronsson 1.
Varin skot: Viðar Logi Pétursson 6, Júlíus Freyr Bjarnason 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -