- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF frestar leikjum í undankeppni EM

Mynd/EHF
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta fjórum leikjum sem framundan voru í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik. Er það gert vegna þess ástands sem ríkir eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Einnig er tilkynnt að heimaleikur karlalandsliðs Úkraínu í undankeppni HM verði leikinn í Finnlandi eftir miðjan mars.


Leikir Tékklands og Úkraínu í riðlakeppni EM í kvennaflokki sem fram áttu að fara í Tékklandi 4. og 5. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma.


Sama á við um leiki Póllands og Rússlands í undankeppni EM í kvennaflokki sem til stóð að háðir yrðu í Póllandi og Rússlandi 3. og 6. mars. Þeim hefur einnig verið frestað.


Einnig hefur verið ákveðið, að höfðu samráði við handknatteikssambönd Finnlands og Úkraínu, að leikir þjóðanna í 1. umferð umspils fyrir HM karla 16. og 20. mars fari báðir fram í Finnlandi.


Ofangreindar ákvarðanir eru teknar til þess að tryggja öryggi allra þátttakenda leikjanna. EHF segir að reynt verði til hins ítrasta að leiða ofangreinda leiki til lykta á keppnisvellinum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -