Monthly Archives: December, 2021
Fréttir
HM: Leikir mánudagsins – keppni í fjórum riðlum lýkur
Þriðja og síðasta umferð í E, F, G og H-riðlum heimsmeistaramóts kvenna fer fram í kvöld þegar átta leikir verða á dagskrá. Grannríkin Tékkland og Slóvakía slást um að fylgja Þýskalandi og Ungverjalandi inn í milliriðila úr E-riðli. Viðureign...
Efst á baugi
Gísli Þorgeir samningsbundinn til 2025
Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan samning við SC Magdeburg sem gildir fram á mitt árið 2025. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í gær. Gísli Þorgeir hefur verið í herbúðum SC Magdeburg síðan í janúar 2020.SC...
Efst á baugi
Léku á ný eftir þriggja vikna hlé vegna covid
Ágúst Ingi Óskarsson skoraði átta mörk fyrir Neistan í gær þegar liðið lék sinn fyrsta leik í nærri þrjár vikur í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kórónuveira lék lausum hala í herbúðum liðsins um tíma og æfði liðið t.d. ekkert...
Efst á baugi
Molakaffi: Orri Freyr, Örn, Anton, Daníel Freyr, Rej, Mayonnade
Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Elverum með átta mörk er liðið lagði Runar, 31:28, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni. Elverum er efst með 26 stig.Örn Vesteinsson Östenberg skoraði tvö mörk þegar Tønsberg Nøtterøy vann Kolstad, 35:30, í norsku...
Fréttir
Níu marka sigur á Ásvöllum
Nýliðar Berserkja eru enn án stiga í Grill66-deild karla þegar þeir hafa lokið átta leikjum. Þeir máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir ungmennaliði Hauka á Ásvöllum í dag með níu marka mun, 29:20, eftir að hafa...
Fréttir
HM: Sjö bættust í hópinn – úrslit og staðan eftir kvöldið
Landslið sjö þjóða bættust í kvöld í hóp þeirra sem tryggðu sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna á Spáni. Frakkland vann Slóvena örugglega í A-riðli 29:18, og hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína.Rússar og Serbar...
Fréttir
Ekkert hik á Selfyssingum
Selfossliðið heldur áfram að fylgja toppliðum Grill66-deildar kvenna í handknattleik eins og skugginn. Ekkert hik var á leikmönnum Selfoss í kvöld þegar þeir tóku á móti Víkingi sem hefur verið á góðu róli í deildinni í vetur. Selfoss leyfði...
Efst á baugi
Orkar þessi dómur ekki tvímælis?
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu, vekur athygli í færslu á Twitter í kvöld á dómi í leik KA og Gróttu í Olísdeild karla í handknattleik sem fram fór í KA-heimilinu.Í stöðunni 26:25 þegar um fimm mínútur eru til...
Efst á baugi
Stjarnan slapp fyrir horn og KA marði sigur – markaskor
Stjörnumenn sluppu með skrekkinn í heimsókn sinni til Víkinga í Víkina í kvöld í 11. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Víkingar sóttu hart að gestum sínum og voru nærri búnir að hirða annað stigið. Lokatölur 31:30 fyrir Stjörnuna eftir...
Efst á baugi
Þórsarar sóttu tvö stig austur á Selfoss
Þór Akureyri gerði góða ferð í Sethöllina á Selfossi í dag og lagði þar ungmennalið Selfoss með eins marks mun, 25:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.Þórsarar eru þó áfram í sömu...
Nýjustu fréttir
KA hefur samið við georgískan landsliðsmann
Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur en Georgíumaðurinn Giorgi Dikhaminjia skrifaði í dag undir hjá félaginu....
- Auglýsing -